Bankar voru einkavæddir, hvað eru stjórnvöld að vesenast út um allar koppagrundir með þeim ?

Eiga stjórnvöld hér á landi að bregðast við umræðum í fjölmiðlum erlendis um útrás og fjármálalíf með fundahaldi ?

Geta þau hin sömu fyrirtæki ekki svarað fyrir sig sjálf ?

Bankar hafa jú verið einkavæddir, og halda mætti að menn hafi ekki markað skil milli aðkomu stjórnvalda sem fyrirsvarsmanna alveg enn sem komið er.

Kemur þetta kanski fram í fjárlagagerðinni eða er reikningurinn yfirkeyrsla eintakra ráðuneyta varðandi slíkt flakk ?

Borga bankarnir kanski ferðalögin ?

kv.gmaria.


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Hanna Birna því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.3.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef sagt þetta áður á blogginu mínu, það er bara verið að undirbúa það að "ríkið" bjargi viðskiptabönkunum úr þeim vandræðum sem "útrásarprinsarnir" og aðrir "snillingar" í fjármálageiranum hafa komið þeim.  Ekki má láta "útrásarprinsana" greiða fyrir fjárfestingarmistökin, því þá þyrftu þeir að selja einkaþoturnar og sumarhallirnar.

Jóhann Elíasson, 13.3.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband