Geta stærstu sveitarfélögin ekki staðið sig í þjónustuhlutverkinu og þá hvers vegna ?

Hin mikla magnpólítik sem ráðið hefur hér ferð undanfarna áratugi varðandi það atriði að stækka og stækka einingar allar alveg sama hvað á í hlut, hefur að mínu viti gengið sér til húðar.

Endalaus ásókn aðila til að byggja og byggja og byggja upp í loftið ef ekki vill betur vegna lóðaskorts, burtséð frá samgöngumálum  og annarri þjónustuuppbyggingu er ótrúlegt fyrirhyggjuleysi til framtíðar litið.

Ekki hefst undan að inna af hendi fjármögnun við mönnun grunnþjónustuþátta sem lög kveða á um að skuli sinna, við borgarana vegna gatnagerðar og lagnaframkvæmda alls konar í sífellu að virðist.

Einkum og sér í lagi lenda þar utangarðs börn og aldraðir eins fáránlegt og það er.

Hvaða heilbrigðu sveitarfélagi er akkur í því að fjölga fólki meðan ekki er hægt að tala um að þjónustan við fólkið sé með góðu móti innan ramma laga þar að lútandi ?

Þarf ekki að staldra við og skoða málin ?

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo má ekki gleyma einu eins og fram kemur í Dv í gær. OFURLAUN
yfirstjórenda sveitarfélaga, sbr. Reykjavíkurborg. Þarf ekki meiri-
háttar að byrja á yfirbyggingunni þarna og öllu því sem henni fylgir? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú Guðmundur án efa, er það stórnauðsynlegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.3.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband