Að sníða sér stakk eftir vexti.

Þessi gamli málsháttur er einn af mínum uppáhaldsmálsháttum og kominn úr sjómennskunni eins og margt annað hjá okkur Íslendingum.

Í gamla daga voru sjómenn í sjóstökkum sem voru álíka frökkum og með  fylgdi hattur með deri.

Vort samfélag hefur gegnum aldir mátt sníða sér stakk eftir vexti en stökkið úr torfkofunum í timburhús og síðar steinsteypt húsin hlý var stökk því það átti sér stað á tiltölulega stuttum tíma í raun.

Þróun í tæknivæðingu eins samfélags hefur einnig átt sér stað með hamagangi því ekki höfum við fyrr verið búin að eygja eitthvað nýtt hinum megin við hæðina en við höfum tileinkað okkur það um leið.

Stundum er hins vegar þörf að staldra við og skoða hvað þarf í raun og hvað þarf ekki.

Hvaða efnahagslegar forsendur eru fyrir hendi til þess að sníða okkur stakk úr ?

Það hið sama kann að vera breytilegt á hverjum tíma en gildismat samtímans leggur sín lóð á vogarskálarnar þess efnis að við berum okkur saman við samtímann sem við lifum í og sníðum okkur stakk eftir vexti.

Til þess að stakkurinn sé allra þarf allt samfélagið að sníða hinn sama stakk með sama málbandi.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband