Skattar og gjöld gera landsmenn að galeiðuþrælum skattkerfis hins opinbera.

Andlegur leiðtogi annars ríkisstjórnarflokksins Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir ágæti hagkerfisbreytinga 1991 í pistli sínum þar sem hann fullyrðir um það að skattkerfið sé " öllum " til hagsbóta.

Sú fullyrðing Hannesar stenst ekki frekar en það atriði að lögleiðing framsals aflaheimilda í sjávarútvegi geti talist til hagsbóta fyrir þjóðina í heild.

Skattkerfi sem gerir það að verkum að láglaunakona sem tekur laun af lægstu töxtum á vinnumarkaði lendir við það eitt að greiða skatta af tekjum sínum, undir fátæktarskilgreiningum félagsmálastofnanna, er allsendis ekki skattkerfi ÖLLUM til hagsbóta.

Nákvæmlega sama lögmál gildi um láglaunakarlmann og ungt fólk af báðum kynjum á vinnumarkaði,  sá hinn sami hefði kerfislega lent undir fátæktramörkum við það eitt að greiða skatta sökum þess að skattleysismörk voru fryst og án tenginga við raunveruleikann allt til loka árs 2006.

Þessi tekjuhópur í voru samfélagi hefur mátt lúta því að vera utangarðs allra viðmiðana til dæmis mögulegs mats til kaupa á eigin húsnæði í áraraðir og því leiguliðar á húsnæðismarkaði uppsprengdrar húsaleigu.

Sé vitund stjórnvalda við stjórnartauma í landinu um upphæð gildandi lágmarkslauna í samræmi við skattkerfið ekki betri en raun hefur borið vitni hvað þá umfjöllun fræðimanna um þau hin sömu mál, þá eru góð ráð dýr.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband