Landfræðilega eiga Íslendingar litla sem enga samleið með Evrópusambandinu.

Við Íslendingar erum eyþjóð á Norðurhjara veraldar.

Innflutningur og útflutningur mun alltaf kosta okkur eitthvað og nú á tímum hækkandi olíuverðs sem aldrei fyrr.

Mér dettur það ekki í hug að halda að íbúar á meginlandi Evrópu sem hafa sameiginlega landleið landa milli komi til með að sætta sig við það að niðurgreiða gjöld okkar af innflutningi og útflutningi.

Sökum þess þurfum við sjálf að vinna að því að vera sjálfum okkur nóg á sem flestum sviðum og þróa það sem hægt er að byggja upp til innanlandsþarfa til framtíðar á öllum sviðum.

Til þess þarf stefnubreytingu í kerfum atvinnuveganna bæði í sjávarútvegi og landbúnaði hvað varðar aðkomu þegnanna að störfum með nýjum og breyttum áherslum.

Sitjandi stjórnvöld í landinu þurfa fyrir það fyrsta að skapa eitt stykki eðilega umgjörð um viðskiptalif í landinu sem byggir á jafnræði millum einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi.

Einkavæðingu bankanna átti að fylgja afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga og enn eiga stjórnvöld það verk ógert.

Raunin er sú að það er ótal margt hægt að gera hér heima til umbóta fyrir land og þjóð en til þess þarf vakandi stjórnvöld við stjórnvöl landsins.

Staða þjóðarinnar efnahagslega breytist ekkert við það eitt að dreyma um Evrópusambandið með langan hala misviturra stjórnvaldsaðgerða og mistaka í farteskinu, án leiðréttingar fyrst hér heima.

Nægir þar að nefna niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um mismunun þegnanna til fiskveiða í eigin landi í kvótakerfi sjávarútvegs.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála. Eyþjóð LANGT ÚTI á miðju Atlandtshafi. Og þar sem
öll milliríkjaviðskipti s.s útflutningur og innflutningur er svo þýðingarmikill er svo mikilvægt að geta átt FRj'ALS VIÐSKIPTI á OKKAR FORSENDUM VIÐ ÖLL RÍKI HEIMS, ´þ.á. meðal TVÍHLIÐA viðskiptasamninga  sem við gætum EKKI gert við neitt ríki
komnir inn í ESB-báknið. Þess utan hlýti að vera RÁNDÝRT fyrir ísl.
ríkið að halda STÓRUM HÓPI manna árið um kring í öllu NEFNDAR-
FARGINU í Brussel. Já dýrt þotulið það, sem eflaust freistar marga.
Á kostnað okkar skattgreiðendanna að sjálfsögðu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband