Núllþráhyggjan í ríkisbúskapnum.

Hvernig má það vera að ríkissjóður sé rekin á núlli og með tekjuafgangi þegar ekki er hægt að inna af hendi þjónustu hins opinbera nema í járnum í hinum ýmsu opinberu verkefnum ?

Skattar og þjónustgjöld sliga landsmenn, olíuverð í sögulegu hámarki, skuldir heimila í landinu hafa aldrei verið hærri, þorskaflabrestur og atvinnuleysi og ríkissjóður er rekin á núlli takk fyrir.

Mér hefur stundum dottið í hug að ríkið telji sig í samkeppni við hinn meinta markað í landinu eftir upptöku öfganýfrjálshyggjunnar.

Minnisstæð eru orð Alberts heitins Guðmundssonar um nýfrjálshyggjuna þar sem hann lýsti á þann veg " að það væri að siga lögreglunni á slökkviliðið "

Nokkuð góð útskýring sem stenst enn þann dag í dag.

kv.gmaria. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband