Hvers vegna var óveiddur fiskur úr sjó tekinn sem veð í bönkum ?

HVAÐ voru íslensk fjármálafyrirtæki að hugsa þegar þau hin sömu hófu að taka (kvóta) óveiddan fisk úr sjó, sem veð ?

Hvað ?

Voru engir einustu óvissuþættir inn í þessu hinu sama mati ? Svo sem hugsanlega breytileiki á fiskistofnum frá ári til árs ?

Grundvöllur lagaheimilda þess efnis að óveiddan fisk úr sjó sé hægt að telja sem veð einstakra fyrirtækja veit ég ekki til að sé að finna og lögin um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum.

Ég álít að það þurfi að setja á fót rannsókn á því hver tók upphaflega ákvörðun um að taka óveiddan fisk úr sjó sem veð í fjármálastofnunum ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband