Fyrsta grein Laga um stjórn fiskveiða segir markmið laganna að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.

Það atriði að núverandi kvótakerfi sjávarútvegs hafi stuðlað að því að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu er álíka öfugmælavísu í raun.

Aldrei hafa orðið til eins miklir tilflutningar fólks og atvinnuleysi á landsbyggðinni eins og núverandi kerfi sjávarútvegs hefur áskapað.

Set hér inn fyrstu grein Laga um stjórn fiskveiða.

"I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Samt sem áður bólar enn ekkert á endurskoðun sitjandi valdahafa á þessu hinu sama kerfi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband