Þvílíkt og annað eins stefnuleysi og vitleysa fyrirfinnst varla....

Lög um lífræna ræktun voru samþykkt á Alþingi 1994 en í raun hefur lítið sem ekkert gerst frá þeim tíma af hálfu stjórnvalda né heldur Bændasamtakanna.

Raunin er sú að bændur upp til hópa hafa að virðist talið lífrænan búskap ógn við hefðbundna hætti hingað til eins fáránlegt og það nú er.

Og stjórnvöld hafa dansað skoðanalaus eftir stærstu framleiðsluaðlilunum eins og venjulega og það atriði að fyrri búvörusamningar skyldu innihalda það atriði að borga bændum fyrir að hætta að stað þess að styrkja þá til annars konar framleiðslu svo sem lífrænnar þar sem það tekur tvö ár að friða land frá áburðarnotkun, er furðulegt.

Það er engu hægt að breyta fyrr en allt fer á hausinn líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.

 


mbl.is 400 km á lífrænt sláturhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband