Ágæti ráðherra Einar Kristinn, landbúnaður og sjávarútvegur hér á landi er langt frá því að vera sjálfbær.
Laugardagur, 8. mars 2008
Sjálfbærni atvinnugreina fer eftir því hve mikill hluti er einungis innlend öflun aðfanga sem og hve mikill hluti skapar störf í einu samfélagi og hvorki núverandi landbúnaðar eða sjávarútvegskerfi uppfylla þá þætti sem telja má til sjálfbærni, hvorugt.
Það vill nefnilega svo til að við stækkun og fækkun eininga á hvorum stað fyrir sig kemur til það atriði að tæknivæðingin hefur innihaldið til dæmis aukinn olíukostnað við að sækja eitt stykki þorsk úr sjó ellegar að rúllubagga fóður í eina belju en áður var búið að flytja inn yfir hafið tilbúinn áburð á tún til þess að auka grasrækt meðan kúamykja er ekki nýtt sem áburður lengur að heitið geti.
Færri stærri fiskisskip með ofurveiðarfæraútbúnað valda umröskun á lifríki sjávar, en þau hin sömu þurfa eðli máls samkvæmt að nota meiri olíu en minni skip að veiðum.
Lögleiðing framsals fiskveiðikvóta milllum sjávarútvegsfyrirtækja í gjafakvótakerfinu þar sem enginn þurfti að greiða eina krónu fyrir tilfærsluna til samfélaga sem gerð voru atvinnulaus á einni nóttu meðan fyrirtækin græddu á tá og fingri jafnvel með skattleysi eftir er EKKI SJÁLFBÆRNI því fer svo fjarri og fráleitt að tala um slíkt í samhengi við kerfi þetta.
Það er því fráleitt að ráðherra málaflokka þessara reyni að slá ryki í augu almennings þess efnis að kerfi þessi séu " sjálfbær ".
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.