Miðjumoðspólítík núverandi ríkisstjórnarflokka.

Einn ráðherra talar suður, hinn vestur, sá þriðji bloggar út og suður, og sá fjórði segir ekki neitt, hinn fimmti flakkar um heim allan. Pólítískt litróf núverandi ríkisstjórnaflokka frá valdatöku eða hvað ?

Afgerandi ráðstafanir sem eigna má þessum flokkum eru enn sem komið er engar og óútfylltur víxill í formi mótvægisaðgerðapakka við þorksaflaskerðingu er eitthvað sem enginn veit hvernig lita mun út og verður að líkindum ekki notaður fyrr en líður að kosningum ef ég þekki rétt.

Aðkoma að kjarasamningum er eitthvað sem ekki tekur að nefna.

EF þetta er útkoma af miklum þingmeirhluta tveggja flokka við stjórnvölinn mætti maður þá óska eftir annars konar aðstæðum þar sem menn eru þess umkomnir að vita hvert þær ætla í stað þess að tala sitt á hvað og í hring eða henda fýlubombum úr bloggum.

Forsætisráðherra er vart sýnilegur nema sem fluga á vegg og til svara á Alþingi í fyrirspurnum meðan utanríkisráðherra er alla jafna á faraldsfæti og sendir kveðjur heim.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Alltof stór meirihluti , við breytum því næst . kv .

Georg Eiður Arnarson, 6.3.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hingað til hefur  þetta verið hin sósíaldemókratiska ríkisstjórn
Geirs H Haarde. Ríkisstjórn stöðnunar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, það er óhuggulegt ástand framundan hjá þjóðinni.  Ég fæ hroll við tilhugsunina. Ef verðbólgan fer á fullt verða mörg heimilin gjaldþrota og þá á að draga ríkisvaldið til ábyrgðar.  Munun  að gefa öðrum flokkum tækifæri í næstu kosningum, það tapar enginn á því.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 7.3.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband