150 þúsund króna skattleysismörk, mjög eðlileg krafa.

Eigi hinn vinnandi maður að bera eitthvað úr býtum fyrir vinnu sína í núverandi umhverfi og þróun verðlags er það sjálfsögð og eðlileg krafa að skatttaka hefjist ekki fyrr en sá hinn sami hefur unnið sér inn fyrir lágmarksframfærslu í einu þjóðfélagi.

Hverjum ætti yfir höfuð að vera akkur í þvi að skattleggja tekjur sem ekki er hægt að lifa af ?

Þjóðfélaginu í heild ?   

Svar mitt er nei , því slíkt kallar alla jafna á aukaútgjöld á öðrum sviðum og það atriði að gera lægstu tekjuhópana að galeiðuþrælum skattkerfisins myrkra á milli gengur gegn flest öllum markmiðum um fjölskylduvænt þjóðfélag og styttingu vinnustunda einstaklinga.

Því miður breyttust fyrri áherslur ríkisstjórnar ekkert við innkomu Samfylkingar í þessum efnum.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var og er hneisa viðkomandi aðila sem orsakað hefur mun fleiri efnahagsleg vandamál á hinum ýmsu sviðum en menn gátu gert sér grein fyrir í upphafi.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fullkomlega sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2008 kl. 03:41

2 identicon

Sæl Guðrún María.

Þakka þér að minnast á þetta.    þú getur EKKI SAGT SANNARA ORÐ.

Það er eitthvað SKELFILEGT að hjá STJÓRNENDUM OKKAR LANDS.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 04:55

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Vel mælt.

Nákvæmlega hárrétt hjá þér :)

Kjartan Pálmarsson, 4.3.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek undyr það Guðrún að frysting skattleysismarka á sínum tíma
voru mistök. Uppi væru allt aðrar og betri aðstæður fyrir fólk með
tiltölulegar lágar tekjur, öryrkja og þá eldri ef það hefði ekki komið
til. Var það ekki einhver vinstri stjórnin sem stóð fyrir þessu á
sínum tíma? Minnir það..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.3.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú það var vinstri stjórn....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband