Frjálslyndi flokkurinn og baráttan fyrir því að byggja landið allt.

Það eru hagsmunir allra landsmanna, höfuðborgarbúa jafnt sem íbúa á landsbyggðinni að landið allt haldist í byggð og þeirri þróun sem verið hefur í átt að borgríki á Reykjanesskaganum verði snúið við.

Til þess að svo megi verða þarf atvinnustefnumótun sitjandi stjórnvalda í landinu að hafa með það markmið að gera og vinna með því en ekki gegn líkt og núverandi kerfi sjávarútvegs hefur því miður gert.

Sökum þess hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir landsmenn alla.

Of mikil fjölgun íbúa á skömmum tíma gerir það að verkum að sveitarfélögum gengur illa að uppfylla sitt þjónustuhlutverk við íbúa hvort sem sveitarfélagið heitir Reykjavík eða Mosfellsbær, Kópavogur eða Hafnarfjörður hvað varðar samgöngur, menntun, og félagsþjónustu almennt.

Ekki hefur fengist nauðsynleg leiðrétting á tekjuskiptingu millum stjórnsýslustiga ríkis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar allt frá því að sveitarfélög tóku yfir skólamál á sínum tíma og má nefna í því sambandi hluti eins og fjölgun einkahlutafélaga og tilfærslu skattekna þar að lútandi frá ríki til sveitarfélaga.

Sú hin sama íbúafjölgun hefur með sama móti valdið því að til dæmis grunnheilsugæsla sem er á vegum ríkisins er eitthvað sem ekki hefur tekist að sinna eins og ber.

Mikilvægi þess að skapa atvinnuforsendur á landsbyggð eru því þjóðarhagur.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband