Fæðuöryggi og matarforði til framtíðar.

Forseti vor ræddi þetta atriði við setningu Búnaðarþings en yfirskrift þingsins er að mig minnir " Að lifa af landsins gæðum " .

Það má segja að það sé skammt stórra högga á milli í stefnu í þessu efni að vissu leyti því stutt er síðan geysileg hagræðing hélt hér innreið sína með fækkun og stækkun búa og tilheyrandi magni af áður uppræktuðu landi var þar með vikið til hliðar með það að markmiði að gera landbúnað samkeppnishæfan á alþjóðavísu með óhóflegum fjárfestingakostnaði í formi tækja og tóla allra handa.

Fækkun bænda að störfum hefur verið ein fólksfækkunin á landsbyggðinni en hefur þó verið nóg af fólksfækkun í sjávarútvegi með framsalsmatadorinu sem leitt var í lög á sínum tíma.

Fyrirhyggjuleysi þáverandi ráðamanna og skortur á framsýni þess efnis að einblýna á fáar stórar einingar í stað fleiri smærri samhliða í landbúnaði jafnt sem sjávarútvegi hefur nú þegar komið sem búmerang til baka.

Það er hins vegar alveg ótrúlegt með okkur Íslendinga að alla jafna skuli það vera svo að " fyrst þurfi barnið að detta ofan í brunninn " og hvers konar skipulag að ganga sér til húðar með því móti að vera komið í óefni í stað fyrirhyggju til framtíðar upphaflega.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband