Svona á að vinna mál.

Þessi úttekt sem forstjóri Tryggingastofnunar greinir hér frá er gott dæmi um afskaplega nauðsynlega greiningu á kjörum lífeyrisþega.

Þarna er það nefnilega dregið fram að hluti aldraðra 10% nýtur ekki greiðslna úr lífeyrissjóðum landsmanna, sem aftur gerir það að verkum að afkoma þessa hóps hlýtur eðli máls samkvæmt að vera slæm.

10% er há tala og hluti fólks til viðbótar býr við takmörkuð réttindi úr sjóðum.

Koma þarf til móts við þennan hóp með nauðsynlegum aðgerðum.

kv.gmaria.

 


mbl.is 10% í elsta aldurshópi fá engar lífeyrissjóðstekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Þetta er enn ein skömm  stjórnenda þessa þjóðfélags, hvers tíma, sem þeir eru við völd. Ég velti því oft fyrir mér hvað er verið að gera í landsmálum þessa lands og sérstaklega fólksins sem byggir þetta land.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 05:28

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún, sammála það á að byrja á að greina vandann.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef mikla trú á Sigríðu Lillý. Hún á eftir að benda á marga hluti og koma mörgu góðu í verk fyrir þá sem þurfa á félagslegri aðstoð að
halda. Því í okkar öfluga upplýsingaþjóðfélagi á að geta fengist skýr
mynd af hvað þörfin er mest.

Þú veist kannski Guðrún að Sigríður Lillý á ættir að rekja til Flateyrar
eins og þú og fl......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir allir, takk fyrir innlitið.

Guðmundur ! Nei það vissi ég nú ekki en gaman að vita það.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 00:09

5 identicon

Það vissi ég og er ég frændi hennar í móðurætt,ef merkilegt þykir.

Þórarinn Þ,Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 07:25

6 identicon

Leiðréttu þessa vitleysu í mér ,ég var að hugsa um Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.Afsakið hlutaeigandi.

Þórarinn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband