Skilgreina þarf þjónustustig grunnþjónustu hins opinbera á hverju sviði fyrir sig, sem og millum sveitarfélaga.

Ég hefi oft rætt þetta sama atriði varðandi nauðsyn þess að skilgreina þjónustustig þjónustu hins opinbera, þ.e. grunnþjónustu við borgarana.

Hversu vel sinnir þitt sveitarfélag þeim málum sem þeim ber lögum samkvæmt að inna af hendi fyrir þær tekjur sem sveitarfélagið innheimtir ?

Hversu vel sinnir ríkið þeim málaflokkum sem lögum samkvæmt skulu vera fyrir hendi til handa landsmönnum í formi grunnþjónustu til dæmis við heilbrigði sem er á vegum þess ?

Hér þarf að koma til sögu mun meira aðhald almennings en verið hefur en til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því hvers vegna til dæmis leikskólagjald er mismunandi millum sveitarfélaga þarf að vita hver þjónustan og hvort hún uppfyllir lagarammann þar að lútandi og hvers vegna mismunur gjalda er fyrir hendi.

Samgöngumál, félagsþjónusta, og málefni eldri borgara, sjúkra og fatlaðra skyldu einnig skoðast í þessu samhengi að mínu viti.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband