Þegar einn gefur tóninn... lækkun þóknunar til forstjóra fjármálafyrirtækja.

Það hlaut að koma að þvi að einhver breyting yrði á hvað varðar " ofurlaun " forstjóra fjármálafyrirtækja hér á landi svo ekki sé minnst á það að árangurstenging við slík laun komi einnig til sögu.

Satt best að segja hélt ég að slík árangurstenging væri til staðar en svo virðist ekki hafa verið miðað við það að fram kom í fréttum að slíkt yrði innleitt hjá Spron að mig minnir. Skömmu áður hafði Glitnir riðið á vaðið og lækkað laun og þóknanir til handa þeim er formennsku gegna.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort fleiri fjármálafyrirtæki en þessi tvö hyggist halda á sömu braut, en ljóst er að sá himinn og haf sem milli kjara þessara manna og almennings í landinu hefur verið er gígantískur.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.3.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, hvernig fara menn að því að eyða þessum ofurlaunum spyr sú er ekki veit.  Nú gengur illa í fjármálageiranum ættu stjórnendurnir þá ekki að greiða til baka öll þau laun er þeir þáðu  fyrir árið 2007.  Okkar þjóðfélag er orðið svo skrítið.  Í annan stað á fólk að lifa á 139.000 krónum á mánuði eins og nýju kjarasamningar kveða á um og svo hafa menn þvílík mánaðarlaun að þeir kunna ekki aura sinna tal. Tilkoma ofurlaunanna  var vegna góðs gengis á fjármálamarkaði og nú þegar illa gengur ættu þeir að vinna launalaust árið 2008.  Ekki flókið mál.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 1.3.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband