Tjáningarfrelsið.

Um tjáningarfrelsið gildir hið sama og annað frelsi að þess þurfa að finnast mörk svo við fáum notið þess.

Með öðrum orðum Jón Jónsson , getur varla fjölfaldað sjálfan sig undir nafnleysi sem Pétur, Pál, Guðmund, Ólaf, Signýju, Gróu og Lóu, til að setja fram einhliða skoðanir á mönnum og málefnum og vegið og höggið í allar áttir undir þeim formerkjum að þekkjast ekki.

Ég held hins vegar að það sé eins með upplýsingasamfélagið hér á landi eins og ýmislegt annað að menn reyna að ganga eins  langt og þeir komast hvarvetna uns eitthvað verður til þess að þeir reka sig á.

Sjálf hefi ég álitið það að orð manna í upplýsingasamfélaginu jafngildi orðum manna á prenti og um það eigi ekkert annað að gilda einkum og sér í lagi varðandi aðdróttanir hvers konar sem menn kunna að láta frá sér fara.

Að einhver skuli hafa dregið fram fyrir dóm eitthvað slíkt er einungis til bóta fyrir tjáningarfrelsi almennt ef eitthvað er og síst af öllu atlaga gegn því.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband