Verksmiðjustefna sjávarútvegs og landbúnaðar hefur gengið sér til húðar.

Hvað skyldu landsmenn hafa heyrt orðið " hagræðing " oft í sambandi við sjávarútveg og landbúnað undanfarna áratugi. Ég leyfi mér að fullyrða að það er ansi oft án þess þó að dregnar hafi verið fram efnahagslegar forsendur hinnar meintu hagræðingar sem og fórnarkostnaður skipulagsins.

Bæði sjávarútvegur og landbúnaður er ofskuldsettur eftir einhliða áhorf á verksmiðjuvæðingu beggja atvinnugreina. Verksmiðjuvæðingu sem tilkomin er við nær einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eininga eingöngu, burtséð frá áhorfi á heildarmynd til lengri tima litið.

Fórnarkostnaðurinn hvað varðar kvótakerfi sjávarútvegs er mikill fyrir þjóðina alla, þar sem tilfærsla aflaheilmilda sem heimiluð var fyrirtækjum í sjávarútvegi gerði það verkum að eitt fyrirtæki gat sett eitt þorp í eyði með sölu á kvóta úr byggðarlaginu.

Landbúnaður hefur þróast í sömu átt , búvörusamningar þar sem bændum var borgað fyrir að hætta og sveitir lands með ræktuðu landi auðnin ein, með örfáum verksmiðjuframleiðsluaðilum.

Uppbyggð mannvirki í formi heilsugæslu, skóla og íbúðarhúsnæðis verðlaus á einni nóttu, atvinnuleysi og tilkostnaður við uppbyggingu slíkrar þjónustu aftur annars staðar á landinu aftur.

Einhvern timann hefði slíkt verið talið álíka því að henda peningum í eld.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband