Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar leggur til 194 króna hækkun persónuafsláttar á mánuði.

Þvílík upphæð sem verkafólki er boðið að meðtaka í formi skattalækkana. Sé til sjónarspil þá er það hér, í formi þess að geta gumað sig af því síðar að hafa hækkað persónuaslátt.

Í raun gæti þetta verið góður brandari til að hlægja að en á sama tíma er hægt að lækka skatta á fyrirtæki um heil 3 % líkt og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði snúist um skattamál fyrirtækja í landinu.

Hafi Samfylkingin einhvern tímann kennt sig við jöfnuð þá held ég að slíkt hafi nú fokið út í veður og vind í einu vetfangi.

Núverandi forsætisráðherra er jafn fastur uppi í Fílabeinsturninum og þegar hann var fjármálaráðherra án vitundar kjör almennings í landinu að virðist.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband