Skuldatryggingaálag = verðtrygging, er það ekki ?

Það er alltaf jafn " skemmtilegt " að fylgjast með fjármálafréttum, ekki hvað síst hinum ýmsu túlkunum í því efni.

kv.gmaria.


mbl.is Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: unglingur

Skuldatryggingarálag kemur verðbólgu ekkert við.

Fyrirtæki gefur út skuldabréf sem þú kaupir (þú lánar fyrirtækinu andvirði skuldabréfsins). Til að verja þig fyrir því missa allan peninginn ef fyrirtækið færi á hausinn (skuldabréfið verðlaust)  geturðu keypt tryggingu á skuldabréfið (skuldatrygging). Þessi trygging er dýrari (hærra skuldatryggingaálag) eftir því sem markaðurinn telur líklegra að fyrirtækið fari á hausinn. Á ensku heitir skuldatryggingarálag "credit default swap" (CDS spread)

Innihald fréttarinnar er á þá leið að markaðurinn (erlendir aðallega) telur meiri áhættu á því að bankarnir fari á hausinn en raunverulega er. Það má s.s. túlka áhættuálagið sem vísbendingu um hve líklegt viðkomandi fyrirtæki fari á hausinn. Þetta er í raun innihald skuldatryggingarálags.  Gallinn er hins vegar sá að þessi virkni skuldatryggingarálagsins er ekki alltaf eins og hún á að vera líkt og í tilfelli íslensku bankanna.

sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Credit_default_swap

unglingur, 17.2.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband