Eru Íslendingar uppteknir af því að búa til vandamál til þess að leysa, virkar kerfið fínt ?

Getur það verið að við séum of upptekin af því að flokka og skilgreina alls konar auka vandamál í voru þjóðfélagi við að fást meðan alvöru vandamál verða utangarðs ?

Jafnrétti kynjanna hefur verið fært í skotgrafir baráttu millum kynja sem enginn tapar meira á en börn að mínu viti.

Rifrildi um trúarbrögð og deilur milli manna um slíkt sem rökhyggja festir aldrei hönd á eðli máls samkvæmt er eitt atriði.

Gífurlegur hamagangur um verndun lands í óbyggðum, meðan grætt land er ónytjað á sama tíma.

Kvótakerfi við uppbyggingu þorsks, sem virkar ekki og menn endurskoða ekki á tuttugu ára tímabili.

Heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða að sögn ráðherra sem standa fyrir málaflokknum en virkar ekki betur en svo að dómsmálaráðuneytið tekur að sér erfiðustu tilfellin.

Skólakerfi sem allir heimta allt af, en enginn tímir að borga fyrir, upp allan aldur fram yfir þrítugt.

Skattkerfi og launaþróun í fjármálaumhverfi verðtryggðra auðæfa fjármálastofnanna umfram einstaklinga, sem viðhalda kann endalausum vandamálum í áraraðir ?

áfram mætti telja en nóg i bili.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband