Hvenær ætlar ríkisstjórn þessa lands að hækka skattleysismörkin ?

Núverandi skattleysismörk eru krónur 90 þúsund, þannig að launþegar á vinnumarkaði hefja staðgreiðslu skatta við að ná þeirri upphæð í launum sem er fáránleg upphæð og algjör tímaskekkja úr öllu samhengi við raunveruleikann.

Offar stjórnvalda í formi skattöku hér á landi er hörmulegt því staðgreiðsluskattar eru ekki eina skatttakan heldur er einnig um að ræða alls konar aðra gjaldtöku til handa almenningi í formi virðisaukaskatts á vöru og þjónustu , bensíngjalds, og þjónustugjalda í heilbrigðiskerfið jafnvel á grunnstigi þjónustunnar ásamt útsvari sem flest öll sveitarfélög hafa nýtt sér með hæstu mögulegu prósentu.

Á stundum mætti halda að fjármálaráðuneytið og stjórnvöld stæðu í eins konar markaðsdansi til samsömunar við nýinnleitt markaðsþjóðfélag án vitundar um afleiðingar þessa.

Það er mál að linni og skattkerfisbreytingar hvoru tveggja þurfa og verða að eiga sér stað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband