Endurmennta þarf Íslendinga í notkun stefnuljósa í umferðinni sem og annars staðar.

ÞAÐ Á AÐ GEFA STEFNULJÓS ÞEGAR EKIÐ ER ÚT ÚR HRINGTORGI sem og þegar ökumaður hyggst beygja af vegi. Annað er brot á umferðalögum í landinu.

Það er með ólíkindum hve mikil afturför hefur orðið í þessu efni og notkun stefnuljósa hreinlega heyrir til undantekninga.

Ef til vill má rekja þennan skort beint í mannlegt atferli þess efnis að áskapa sér þá venju að safna upp óánægju í stað þess að tala mál hreint út og segja hluti frá sínu sjónarhorni þegar við á.

Með öðrum orðum gefa stefnuljós um sín sjónarmið.

Ef til vill þarf að halda endurmenntunarnámskeið um notkun stefnuljósa.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er eilífðarvandamál og furðulegt að það sé ekki gefið merki um hvert er verið að fara þetta er svipað og taka bremsuljósin af.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Merkilegt, ég tók vel eftir þessu þegar ég var að þjálfa Jón Sveinbjörn fyrir bílpróf.  Íslendingar eru ökufantar svo mikið er víst.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.2.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband