Mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar, er heimild til framsals og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi.

Ég hefi aldrei skilið hvernig alþingismenn gátu samþykkt heimild í lögum til þess að framselja og leigja aflaheimildir til fiskveiða millum útgerðarfyrirtækja hér á landi fyrir 18 árum um það bil.

Það var nefnilega fyrir hendi sérálit hluta þingmanna á þingi þess efnis í hverjar ógöngur slíkt myndi leiða til handa landi og þjóð. Sérálit sem sagði nákvæmlega fyrir um þróun mála.

Ég held það væri verðugt verkefni fyrir fjölmiðla þessa lands að fara ofan í saumana á því HVAÐA alþingismenn greiddu atkvæði með þeim ólögum sem þarna áttu sér stað í formi lagabreytinga á Lögum um stjórn fiskveiða, sem tók gildi að mig minnir 1992.

Mistök í formi lagasetningar sem valda byggðaröskun, fyrirvaralausum atvinnumissi og eignaupptöku hluta þegna í þessu landi ár eftir ár eftir ár er mannréttindabrot sem þarf að taka á og það eins og skot.

Skortur á mannafla við þjónustustörf hér á höfuðborgarsvæðinu er meðal annars, vegna þess að ekki hefur hafst undan að endurbyggja þjónustu sem til staðar var þar sem fólk bjó á landsbyggðinni en heilu sjávarþorpin urðu að eyðibyggð á einni nóttu af því útgerðinni var veitt heimild í formi laga til að versla einhliða með fiskveiðiréttinn.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband