Framkvæmdastjóri Landsambands Íslenskra Útvegsmanna ætti að skammast sín.

Þvílíkur og annars eins hrokagikksháttur og birtist af hálfu framkvæmdastjóra LÍÚ við umræðu um breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs í Kastljósi kvöldsins, vegna niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er eitthvað sem ég fyrir mina parta hefi fengið mig fullsadda af sem þegn í þjóðfélagi manna.

Raunin er sú að hinu háa Alþingi er ekkert að vanbúnaði að afnema framsal og leigu aflaheimilda með lagabreytingum eins og skot, rétt eins og það hið sama skipulag var sett á fót með því hinu sama móti , lögum frá Alþingi.

Arðbær sjávarútvegur er hjóm eitt ef útleiga á aflaheimildum er forsenda hins meinta gróða svo mikið er víst.

Sama má segja um arðbærni hvað varðar stórfelldan útflutning atvinnutækifæra innanlands í gámum sem innihalda óunninn fisk til fullvinnslu erlendis.

Hver bað fyrirtækin að fara út í svo og svo miklar fjárfestingar sem raun ber vitni ef skuldastaða er skoðuð ?

Gaf aðferðafræðin við veiðarnar vísbendingu um stærri stofna þorsk í framtíð eða gat það verið vitað að eitthvað yrði undan að láta í lífríki hafsins ?

Er fínt að skella skuld á stjórnvöld alfarið í því efni ?

Hvað hefur þjóðarbúið orðið af miklum skattgreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja vegna uppkaupa á tapi  og bókhaldsafskrifta vegna þess undanfarna áratugi ?

Var það eðlilegt að menn gætu selt sig út úr kerfiinu með milljónahagnaði af úthlutuðum aflaheimildum til veiða á fiski við Ísland ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það sýndi sig svo ekki var um að villast hvernig augum hrokagikkurinn lýtur mannréttindi. það er eitthvað sem skiptir akkúrat engu máli enda er það ekki til í orðabókum Líú. Eini hagnaðurinn er í formi leigu og sölu aflaheimilda punktur. Og allt tal um hvernig sjávarútvegurinn var á hliðinni fyrir daga kvótakerfisins er þvílík þvæla að manni skortir orð. Vissulega var útgerðin illa stödd, en hvers vegna var það?

Staðreyndin var einfaldlega sú að vinnslan borgaði ekkert fyrir hráefnið, allur hagnaður af sjávarútvegnum var hirtur af milliliðunum sem voru með einkaleyfi á sölu sjávarfangs frá Íslandi. Hlutur útgerðarinnar fór fyrst að lagast með tilkomu gámaútflutnings á ferskum fiski, það var ekki kvótakerfið sem lagað þá stöðu.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þessi hrokaháttur sem þarna birtiist af hálfu framkvæmdastjóranum var viðhafður í garð kjörins alþingismanns á Alþingi Íslendinga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og svo segir Friðrik að allir sem eru í útgerð í dag hafi keypt kvótann" Þvílíkur lygalaupur. kv .

Georg Eiður Arnarson, 6.2.2008 kl. 06:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með þetta fjandans kvótakerfi.  Hér þarf að stokka verulega upp, og færa eignina aftur til þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:11

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi þáttur sýndi svo ekki verður um villst að maðurinn kann ekki að skammast sín og siðblindan er algjör.

Jóhann Elíasson, 6.2.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi aumingja maður kann ekki að skammast sín og segir alltaf það sama.  Útgerðin var á vonarvöl fyrir daga kvótakerfisins og þess vegna megi ekki breyta því.  En eins og Hallgrímur bendir á, þá var það vegna þess að útgerðin fékk svo lítið verð fyrir fiskinn.  Ég held nú að það hafi frekar verið fiskmarkaðirnir,sem breyttu þessu ekki bara gámaútflutningurinn.  Því með tilkomu fiskmarkaðanna spruttu upp fjöldi lítilla fyrirtækja sem fóru að vinna fiski til útflutnings ferskan með flugi, þá fór verið að hækka mjög mikið.  Mesti hluti af hagnaði hinna stóru fyrirtækja er tilkomin vegna leigu á aflaheimildum.  En hver er staða sjávarútvegsins í dag sem alltaf er verið að lofsyngja, hún er sú að heildarskuldir er komnar yfir 300 milljarða á sama tíma eru útflutningstekjur 70 milljarðar.  Skuldirnar eru að nálgast það að vera 5 sinnu hærri en tekjurnar.  Fyrir daga kvótakerfisins var þetta þannig að heildarskuldir voru aðeins lægri en árstekjur.

Jakob Falur Kristinsson, 6.2.2008 kl. 11:08

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt Jakob ég gleymdi fiskmörkuðunum, það verður vonandi fyrirgefið.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég hef oft spurt að því en ekki fengið svar og spyr þá enn hver borgaði í startinu fengu útgerðamenn þetta ekki frítt og hver tapar þá ef þessu er breitt,að öðru leiti en því sem menn hafa keypt og þá halda þeir því.

Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 17:48

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Burt séð frá  skilaboðunum að utan þá virðist loks orðinn til meirihluti á Alþingi fyrir að taka þetta fiskveiðikerfi til allsherjar uppstokkunar,
enda algjörlega gengið sér til húðar. Vonandi að meirihluti Alþingis
geri það, og það strax......  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.2.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband