Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð !

Þegar svo er komið að farið er að skera af bráðaþjónustu sjúkrahúsa og ekki eru til heimilislæknar fyrir hluta fólks á stórum svæðum er þá allt í lagi að hafa tvær stofnanir sem að hluta til gegna sama hlutverki þ.e Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð ?

Frá upphafi hefi ég verið efins um nauðsyn Lýðheilsustöðvar sérstaklega sem stofnunnar og tel að slíku hefði verið hægt að koma fyrir deild innan Landlæknisembættis í stað sérstakrar stofnunnar með yfirstjórn og tilheyrandi tilstandi kostnaðarlega.

Jafnframt hefi ég talað fyrir því hávært í mörg herrans ár að sett væri á fót embætti Umboðsmanns sjúklinga í okkar landi því Landlæknisembætti á erfitt með að standa fyrir kerfinu og gera athugasemdir við annmarka þess.

Skortur á grunnþjónustu við heilbrigði sem lendir á bráðadeildum sjúkrahúsa er atriði sem taka þarf til skoðunar og það eins og skot, því slíkt kostnaðardæmi vefur upp á sig afar hratt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband