Verður hægt að vinna sameiginlega að skipulagi umferðarmannvirkja á Stór Reykjavíkursvæðinu ?

Hreppapólítíkin sem lengst af var rikjandi á Íslandi er ekkert betri millum mörg þúsund manna bæjarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum svo sem umferðarmannvirkjum í þágu borgaranna.

Oftar en ekki er byggt og byggt og byggt of svo koma skólar og svo gatnakerfi þegar allt er í óefni komið.

Þrætuepli millum sveitarfélaga um bráðnauðsynleg samgöngumannvirki hafa sett fjölda manns í gíslingu um tíma vegna tafa á framkvæmdum.

Það hlýtur að hvíla sú sameiginlega skylda á forkólfum þeirra sveitarfélaga sem telja til Stór Reykjavíkursvæðis sem eins atvinnusvæðis að þeir hinir sömu setjist niður saman til þess að vinna að sameiginlegu skipulagi til dæmis umferðarmannvirkja á svæðinu til framtíðar.

Sameiginlega en ekki sundraðir þurfa þeir forkólfar að knýja á um að rikið komi með sinn hlut að þeim framkvæmdum sem þegnar hafa þegar greitt í formi gjalda til ríkisins.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Ákaflega sammála þér þarna.

En....hvað eigum við að gera við allt þetta skrifstofu/iðnaðar/verslunar húsnæði sem er að rísa um allar trissur hér á svæðinu ?

Stefanía, 4.2.2008 kl. 03:48

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.

Það er furðulegt að það er ekkert hægt að gera ef samgöngumálaráðherra og meirihluti Borgarstjórnar eru ekki í sama flokki,við fundum fyrir því þegar Sturla var ráðherra og Ingibjörg borgarstjóri þá var stál í stál, þetta var komið í gang  þegar Dagur var borgastjóri og svo ekki meir og eflaust verður þetta svona til næstu kosninga

Guðjón H Finnbogason, 4.2.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Stefanía.

Ætli fari nú ekki eitthvað að hægja á byggingagleðinni þar á bæ, gæti trúað því.

Sæll frændi.

Já það hefur kostað mikið þetta sem þú nefnir, svo mjög að með ólíkindum má telja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband