Er ekki eitthvað að klikka í meðferðarúrræðum fyrir fíkla, þegar fangelsi eru orðin uppeldisstofnanir ?

Viðtal Evu Maríu í kvöld við Margréti Frímannsdóttur nýskipaðan yfirmann fangelsisins á Litla Hrauni var afar athyglisvert. Þar lýsti Margrét þeim viðfangsefnum sem fangelsisyfirvöld meðtaka meðal annars því atriði að helmingur fanga séu sjúkir fíklar og hluti þeirra hafi aldrei unnið á vinnumarkaði, né heldur sé þess umkominn að iðka einföldustu reglur daglegs lífs.

Tilraunir þess efnis að setja á fót meðferðarúrræði innan veggja fangelsis eru góðar og gildar og án efa nauðsynlegar til frambúðar, hins vegar spyr maður sig hvort það geti verið að kerfi til að kippa fíklum úr neyslu áður en til afbrota kemur sé að virka hér á landi ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Það getur vel verið að þú hafir eitthvað til þíns máls í þessu efni, sjálf hefi ég hins vegar ekki verið þeirrar skoðunar hingað til.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband