Þráhyggjan um " meinta hagræðingu " í heilbrigðiskerfinu, með fækkun starfa þar á bæ, hefur náð endapunkti.

Þegar svo er komið að ákveðnum aðilum innan stjórnkerfis er falið að spara og spara og spara er formúlan ætíð hin sama , starfsmannnahald og uppsagnir , einnig í kerfi sem gefur sig út fyrir að þjóna landsmönnum jafnvel um heilbrigði.

Að ósekju mætti heyrast mun meira í Landlæknisembættinu sem útverði þjónustu við heilbrigði í þessu efni þar sem hin ýmsu sparnaðaráform ganga ekki aðeins á lögvarinn rétt þegna til þjónustu heldur einnig gegn siðferðilegum álitaefnum hvað varðar lækningar og tilgang þeirra í raun.

Unglæknar eiga heiður skilinn fyrir það atriði að standa vörð um sinn starfsvettvang.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Mér hefur altaf fundist vanta hjá HAGRÆÐINGUM, Landspítalans að byrja á SJÁLFUM SÉR OG ÞEIM NÆRRI . Ég er svo viss um að þá fara línur að skýrast í stað þess að byrja alltaf á ræstitæknunum.eða einhverjum ÓMISSANDI!

Gangi þér vel í að koma vitinu fyrir þá!.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 04:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Orðið hagræðing setur hroll að mér í dag, það þýðir bara eitt, græðgi.  Hagræðing felst í því að græða meira á kostnað almennings í þessu landi, og ekkert annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er á þeirri skoðun að það þurfi aðhald í peningastreiminu til heilbrygðismála.Það er ekki nóg að segja altaf að það hafi verið aukið fjármagn sett í þetta það þarf að vita hvert þeir eru settir,launakostnaður láglaunahópana eða millistéttarfólksins það er ekki það sem sligar kerfið,það er stjórarnir þeir eru allt of margir,það þarf að endurskoða.Kv.kokkurinn

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún María,

í sambandi við Landlæknisembættið held ég að það sé í allt of mikilli nálægð við ráðuneytin. Það þarf að koma því fyrir eins og Ríkisendurskoðun, auka sjálfstæði og völd þess.

Þegar kemur að svokölluðum sparnaði þá er alltaf um að ræða flatan niðurskurð. Hann mun alltaf mistakast því hann hefur alltaf mistekist. Eina leiðin til sparnaðar er að spyrja okkur á gólfinu hvernig við höldum að hægt sé að spara. Fyrr sparast ekki króna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.2.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður,held ég að þetta sé alveg hárrétt hjá Ásthildi, orðið hagræðing þýðir lítið annað en uppsagnir.  Þeir sem sagt er upp störfum til að "hagræða" fá ekki "feita" starfslokasamninga en aftur á móti forstjóri sem ekki hefur skilað viðunandi árangri í rekstrinum - hann fær góðan starfslokasamning - Er ekki eitthvað öfugsnúið við þetta?

Jóhann Elíasson, 3.2.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband