Innbyrðis deilur meðal Íslendinga um skipan mála í sjávarútvegskerfi einnar þjóðar eru með öllu óásættanlegar og verður að linna.

Ég vil kalla til ábyrgðar samtök útgerðarmanna í landinu til þess að koma að borði umræðu um annað en skammtímagróða einstakra fyrirtækja í greininni. Kerfinu þarf og verður að breyta til hagsbóta fyrir land og þjóð efnahagslega til framtíðar og ef þeir hinir sömu aðilar vilja ekki setjast að því samningaborði þá jafngildir það samþykki ákvarðanatöku stjórnmálamanna til breytinga.

Þar er ég hrædd um að stjórnmálaflokkar flestir aðrir en við Frjálsyndir þurfi heldur betur að fara að taka sér tak og hafa skoðun á málefnum fiskveiðistjórnunar, flokkar sem hafa komið sér hjá deilum um þau mál undanfarin ár alfarið líkt og Samfylking og Vinstri Grænir.

Framsóknarflokkurinn hefur verið persónugerður sem ábyrgðaraðili þess kerfis sem er við lýði meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið eins og púkinn á fjósbitanum , patt af tilstandinu og dellunni.

Ég álít að Sjálfstæðisflokkurinn muni kvarnast verulega í sundur og hluti flokksmanna ganga til liðs við hin Frjálslyndu viðhorf til umbreytinga um stjórn fiskveiða við landið ef engar ákvarðanir koma til sögu um þau hin sömu mál fyrr en síðar.

Hið sama tel ég að muni eiga við um samstarfsflokkinn í rikisstjórn Samfylkingu sem hoppaði í ríkisstjórn skoðanalaus um málaflokkinn, þar mun kvarnast úr flokki af fylgismönnum við sjónarmið sem slík og vitundarleysi gagnvart byggðum lands og atvinnu.

Stjórnarandstöðuflokkurinn Vinstri Grænir eiga lítið erindi við stjórnvöl hafandi sleppt því alfarið að skoða stærsta umhverfismál samtímans, aðferðafræðina við fiskveiðar, á hagfræðilegum forsendum til framtíðar meðan einblínt hefur verið á það sem gerist á þurru landi eingöngu.

Raunin er nefnilega sú að óhagkvæmt kerfi er við lýði þar sem hráefni er mokað upp og flutt út óunnið af Íslandsmiðum líkt og hvorki sé til vit og þekking í landinu til að nota og nýta afurðir til fullvinnslu sem verðmæti fyrir þjóðarbúið.´

Óhófleg fjárfesting  örfárra aðila í sjávarútvegi á forsendum slíkrar verksmiðjuframleiðslu hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem gróðaumsýsla af braski með veiðiheimildir sem leitt var í lög er orsök þeirrar aðferðarfræði að flytja út óunnið hráefni, fisk úr sjó í gámum til fullvinnslu erlendis.

Það atriði að einhver kjörinna alþingisimanna á sínum tíma myndi samþykkja það að útgerðaraðilar seldu sig síðan út úr atvinnugrein þessari fyrir fjármuni er og verður hneisa þess að viðkomandi skyldu ekki hávært mótmæla slíku.

Með öðrum orðum menn hafa horft aðgerðalausir á skipan mála meðan atvinnufrelsi sjómanna og byggðir á landinu hafa farið forgörðum og verðmætasóun eins þjóðfélags algjör í því efni.

Mál er að linni og ég hvet alla starfandi stjórnmálamenn hvar í flokkum sem þeir standa að taka stjórnkerfi fiskveiða til skoðunar hið fyrsta til hagsbóta fyrir land og þjóð.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Heyr Heyr sammála.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband