Nefndir á nefndir ofan til ákvarðanatöku, með tilheyrandi tíma og kostnaði hins opinbera.

Eins gott og það getur verið að nota og nýta lýðræðislega vegu mála þá getur slikt að hluta til snúíst í öndverðu sína hvað varðar ákvarðanatöku jafnvel um einföldustu mál, að setja mál í nefndir þar sem nefndir þessar komast ef til vill ekki að nokkurri einustu sameiginlegri niðurstöðu sem þeim er þó ætlað.

Þessi nefndatíska hefur nokkuð viðgengist síðari ár með tilheyrandi kostnaði á kostnað ofan, þar sem mín skoðun er sú að oft og iðulega firri ráðherrar sig ábyrgð á ákvarðanatöku í erfiðum málum með því að vísa í nefndarálit alls konar.

Kjör manna á Aþingi Íslendinga og seta í ríkisstjórn við stjórnvölinn innifelur ábyrgð í því efni að taka ákvarðanir um skipan mála í einu þjóðfélagi á hverjum tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Senn líður að alþingiskosningum, eða þannig, verður þú ekki örugglega á F listanum í SV kjördæmi 2011?

Kjartan Pálmarsson, 3.2.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kjartan.

Það kemur í ljós, hvort manni endist hugsjonahamagangurinn og sannfæringaráráttan he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.2.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband