Batnandi mönnum er best að lifa, endurskoðun " mótvægisaðgerða "

Það hlaut að verða svo að hlustað yrði á okkur Frjálslynda varðandi mótvægisaðgerðapakkann. Set hér inn frétt um þetta efni af visi.

"  

Ánægður með endurskoðun mótvægisaðgerða

2mynd
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. MYND/GVA

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli ætla að endurskoða mótvægisaðgerðir sínar vegna niðurskurðar þorskkvótans enda hafi menn bent á það frá upphafi að þær myndu ekki gera það gagn sem þeim var ætlað. Best væri að auka þorskkvótann aftur innan fiskveiðiársins.

Ríkisstjórnin ákvað í gær að fara í endurskoðun á mótvægisaðgerðum sínum eins og fram kom í máli forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Endurskoðunin mun fara fram næstu daga

Guðjón Arnar vill að verkalýðshreyfingin og vinnuveitundur taki höndum saman með ríkisstjórninni til að taka á þeim vanda sem niðurskurður þorskkvótans er að hafa á fiskvinnslu í landinu

Guðjón Arnar segir ekkert benda til þess að nauðsynlegt hafi verið að skera þorskkvótann svo mikið niður eins og raun bar vitni. Hann segir að ekki hafi verið tekið tillit til gagna frá rækjurallinu eða netarallinu sem sýndu mikla þorskgengd.

"

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband