Er einhver munur á Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu í ríkisstjórn og þá hver ?

Því miður er ekki að sjá að jafnaðarmannaflokkur hafi markað einhver áhrif við aðkomu að stjórn landsins enn sem komið er. Mun fremur má segja að hinn mikli öfgafrjálshyggjudansleikur sé enn við lýði sem aldrei fyrr og munur á þessum tveimur flokkum í því efni, enginn.

Væntingar verkalýðshreyfingarinnar gagnvart innkomu ríkisstjórnar í gerð kjarasamninga eru skiljanlegar að hluta til varðandi raunvirði launa hins almenna verkamanns eftir skatttöku, og eru samhliða því sem við í Frjálslynda flokknum settum fram fyrir síðustu kosningar til þings að mestu.

Það skyldi þó aldrei vera að hið pólítíska andróf hafi ráðið því að ríkisstjórnin setti sig upp á móti kröfum verkalýðshreyfingar i þessu efni ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú slærðu mann algjörlega út af laginu.   Getur þú nefnt mér eitthvað sem núverandi ríkisstjórn og frjálshyggja eiga sameiginlegt?  

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

EF til vill væri nær að segja að öfgafrjálshyggja sé orðin kommúnismi og forsjárhyggja þar með.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.2.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband