Hver kostar þessa Gallupkönnun ?

Mig fýsir að vita hver kostar þessa könnun, veit það einhver ?

kv.gmaria.


mbl.is 86% styðja Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við allt rótið í pólitíkinni, þá held ég að það sé affarasælast að karlinn sitji enn eitt kjörtímabilið.  Nóg er nú samt umrótið.  Það er þó allavega einn fastur punktur.  Sérstaklega ef ríkisstjórnin dettur nú líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría... ekki var ég spurð svo mikið er víst.

Ásthildur af hverju þurfum við sem búum í besta landi í heimi fasta punkta? Er eitthvert stríðsástand yfirvofandi sem ég veit ekki um. Ég viðurkenni að ég er of upptekin til að fylgjast mjög grannt með fréttum. Ég er bara þeirrar skoðunar að tækifærin liggi í umrótinu. Allavega fiskast alltaf best þegar mikið hafrót hefur átt sér stað svo mikið veit ég um sjómennsku. Bestu kveðjur til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.2.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aðalkostarinn er Rúv.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kolbrún mín, það sem ég meina er að það veit enginn hvað gerist í pólitíkinni núna á næstunni.  Það eru allskonar sögur á kreiki um stjórnarslit og slíkt.  Eitt af því sem gerist í slíku er að forsetinn leikur eitt aðalhlutverkið þar.  Ekki væri gott ef hann væri í miðjum kosningaslag, hann væri þá hálf óvinnufær.  Svo hefur Ólafur sýnt að hann þorir að taka á málum.  Ég kaus hann ekki fyrst og finnst hann hálfgerður skemmtigosi, en hann þorir samt að taka á málum, eins og hann gerði í fjölmiðlamálinu. 

Er annars eitthvað vitað um hvort einhverjir ætla að bjóða sig fram gegn honum, fyrir utan Ástþór Magnússon auðvitað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Kjósi þið Ástþór sem forseta? Ólafur Ragnar er með yfir 80% fylgi þannig að það lítur út fyrir að fólk vilji hafa hann.Ég man eftir þegar við unnum að því að fá Kristján Eldjárn í forsetaframboð að þar vann Ólafur mikið starf og eftir stóra fundinn í Laugardalshöll þá fékk Kristján um 68%í skoðanakönnun hann þóti ekki frambærilegur af mörgum.

Guðjón H Finnbogason, 2.2.2008 kl. 12:38

6 identicon

Rúv borgar þetta væntanlega, eða við vorum að borga þetta með skattpeningum.

Andri (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:54

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fólk vill sem minnstu breyta, en auðvitað væri gaman að fá ópólitískan forseta, þó myndi ég ekki kjósa Ástþór.

Ester Sveinbjarnardóttir, 2.2.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband