HVAR ER að finna lagastoð þess efnis að fjármálafyrirtækjum sé heimilt að taka veð í óveiddum fiski úr sjó ?

Ég hefi stautað mig gegn um margan lagafrumskóginn sem hið háa Alþingi hefur sett gegn um tíð og tíma, en hvað varðar lagastoð fyrir veðsetningu þeirri sem viðgengist hefur gagnvart kvóta til fiskveiða , hefi ég aldrei getað fundið stafkrók fyrir í lögum.

Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er afar skýr þess efnis að " úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum "

Léleg rýni fjölmiðla þessa lands á skipan mála í fiskveiðstjórnunarkerfinu hefur gert það að verkum að afar margir þættir þessa skipulags hafa algjörlega verið gagnrýnislausir, þar með talið þetta stóra atriði sem hér um ræðir.

Ég tel að sú ákvörðun fjármálafyrirtækja að taka gilt veð í óveiddum fiski úr sjó sé hreint og beint fáránleg sökum óvissuþátta þar að lútandi.

Nægilega óígrunduð var heimild laga til þess að selja og leigja aflaheimildir millum útgerðarfyrirtækja landið þvert og endilangt, þótt ekki kæmi til viðbótar " veðsetning banka " á slíku.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband