Fiskihagfræðingar og forysta útgerðarmanna tóku þann kost að setja á kvótakerfi.

Bloggvinur minn Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur áfram að hampa þeim sjónarmiðum að kvótakerfið sé " sanngjarnt " .  Set hér inn úrdrátt úr hans frásögu um m.a. fiskihagfræðinga en ég man satt best að segja ekki eftir að hafa heyrt um þá fræðigrein enn en ef svo er þá er það nokkuð ljóst að sú fræðigrein er verulega illa á vegi stödd að mínu viti og álíka lækningum án nauðsynlegrar þekkingar til þess hins arna.

" 

Hvernig var upphafleg úthlutun?

Ágreiningur meiri hluta og minni hluta mannréttindanefndarinnar snýst ekki um hagfræðikenningar eða lagabókstaf, heldur siðferðileg efni. Forsagan er öllum Íslendingum kunn. Í árslok 1983 voru fiskistofnar á Íslandsmiðum að hruni komnir vegna ofveiði. Takmarka varð sókn í þá. Ýmsar fyrri tilraunir til þess höfðu mistekist. Þess vegna var að ráði fiskihagfræðinga, forystu útgerðarmanna og annarra tekinn sá kostur að takmarka sóknina við þá, sem gert höfðu út á tímabilinu frá 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Þeir fengu aflaheimildir í hlutfalli við afla sinn á þessu tímabili. Þetta fyrirkomulag gilti fyrst aðeins um botnfisk (þorsk og fleiri tegundir), en með löggjöf árið 1990 varð kvótakerfið altækt og gilti eftir það um alla fiskistofna á Íslandsmiðum. "

Því til viðbótar má nefna að upphafleg úthlutun byggð á þremur árum til grundvallar LAUT ALDREI endurskoðunar við til dagsins í dag sem heitir offar stjórnvaldsaðgerða og fádæma klaufaskapur stjórnvalda á þessu sviði ólíkt öðrum.

Altækt ha ? Veit ekki hvað Hannes á við í þessu sambandi því 1990 hafði enn ekki tekist að troða öllum í kvóta en þá voru lögleidd mestu mistök þessa kerfis sem menn sennilega vilja breiða yfir og eru framsal og leiga aflaheimilda.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ályt mannréttindanefndarinnar gengur út á það ,að ekki megi svifta þá sem hafi stundað veiðar, og til þess að stunda veiðar þurfa menn að hafa skip, þeim rétti án bóta.Um þetta hljótið þið Hannes að geta verið sammála Guðrún María.Því liggur það fyrir að hefðu útgerðarmenn verið sviptir veiðirétti 1984, þegar kvótakerfið var sett á þá hefði ríkið þurft að greiða himinháar skaðabætur,samkvæmt ályti mannréttindanefndarinnar.Þess í stað fengu útgerðaraðilar að veiða áfram.í ályti mannréttindanefndarinnar er gerð athugasemd við það að útgrðaraðilar þurfi að greiða fyrir aflaheimildir.Er þar ekki undanskilið ef úgerð þarf að greiða íslenska ríkinu.Því er vel hugsanlegt að hægt sé að skjóta því til mannréttindanefndarinnar að sjómenn, útgerðarmenn hafi þurft að greiða veiðigjald eins og krafist hefur verið undanfarin ár .Allavega mun ég greiða slíkt gjald með fyrirvara í framtíðinni.Kv. 

Sigurgeir Jónsson, 30.1.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kvótakerfið er ónýtt Sigurgeir, hefur verið og er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.1.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er einhver að tala um að svipta einhvern rétti til veiða? Það er verið að tala um jafnan rétt manna til þess að stunda veiðar, fyrir það á enginn að þurfa að greiða böðulslega há gjöld í formi leigu eða á ímynduðum eignarkvóta. Það á enginn einn einstaklingur kvótann eða örfáir útvaldir um það verður ekki deilt. Því miður er geggjunin gengin það langt að bankarnir telja sig eiga megnið af kvótanum vegna veðsetningar, því miður er það staðreyndin sem við blasir. Hver ber svo ábyrgðina á því?

Hallgrímur Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Hallgrímur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.1.2008 kl. 02:24

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki man ég hver þorskveiðin var árið 1983, þegar að sögn Hannesar Hólmsteins, fiskistofnarnir voru að hruni komnir, en ég held ég fari örugglega rétt með þegar ég segi að þorskaflinn hafi verið meiri en 130.000 tonn.  Er þá hægt með einhverri sanngirni að halda því fram að kvótakerfið hafi verið "jákvætt" fyrir þjóðina og þjóðarbúið?

Jóhann Elíasson, 31.1.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband