Eina svar stjórnvalda við uppsögnum í sjávarútvegi er að OPNA KERFIÐ NEÐAN FRÁ.

Það eru engir kátir karlar á Kútter Haraldi lengur, við fiskveiðar frá Akranesi því fer nokkuð fjarri, og nú leika sjávarútvegsfyrirtækin sér að því að segja upp fólki í massavís um land allt sem aftur segir ekkert annað en það að stjórnkerfi fiskveiða er dauðadæmt og ónýtt.

Stjórnvöld þurfa að bregðast við og það eins og skot og OPNA kerfið neðan frá, gefa frelsi til atvinnu að ákveðnu marki sem aftur mun slá á þessa þróun um leið.

Þau hin sömu viðbrögð eru einnig það sem þarf til þess að bregðast við niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þannig að tvær flugur má slá í einu höggi ef svo má að orði komast um þessi þó annars grafalvarlegu mál til handa byggð á Íslandi og atvinnu manna við sjósókn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband