Magnús Þór sagði allt sem segja þarf um fiskveiðistjórnina í Kastljósi kvöldsins.

Grisja þarf fiskistofna sökum þess að uppbygging þeirra mun ekki eiga sér stað meðan það er ekki gert.

Til þess þarf að veiða meira tímabundið. Þetta atriði er líffræðilegt lögmál sem menn þekkja til lands sem sjávar. 

Ástæða þess að svo er komið að horaðir fiskar eru meginuppistaða stofna, eru ofveiðar á æti fiskanna svo sem loðnu í of miklu magni meðal annars.

Lélegur þorskstofn gefur nefnilega ekki af sér betri stofn og til einskis að friða hann í sjónum.

Sjávarútvegsráðherra er því alveg óhætt að taka mark á Magnúsi Þór Hafsteinssyni fiskifræðingi og varaformanni Frjálslynda flokksins í þessu efni.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband