Hvað er Jakob Frímann að gera í nefndum á vegum Reykjavíkurborgar ?

Ég á ekki orð til í eigu minni , Jakob Frímann Magnússon efsti maður úr þingframboði Ómars hér í Suðvesturkjördæmi er allt í einu kominn í nefnd nýkjörins meirihluta í Reykjavíkurborgar en Ómar bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningum og Jakob hefur mér best vitanlega aldrei verið í Frjálslynda flokknum.

ER þetta löglegt ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Borgarstjórinn er heldur ekki í Frjálslynda flokknum!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei en hann var í honum þegar hann hlaut kosningu og brautargengi en Jakob Frímann ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Hvað er löglegt í dag ég bara spyr. Ég held að þetta sé bara alveg eftir behag þeirra sem ráða hverju sinni.

Annars var Jakob Frímann ekki í samfylkingunni í síðustu borgarstjórnarkostningu?

Jóhanna Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 02:24

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú að öllum líkindum Jóhanna, hringavitleysan ríður ekki við einteyming.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2008 kl. 02:27

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

 Mér dettur bara í hug gamalt og gott Stuðmannalag sem ber heitið, BARA EF ÞAÐ HENTAR MÉR.  það er einmitt umræddur nefndar maður sem þenur barkann í þeim söngnum.

Kjartan Pálmarsson, 28.1.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.

Betra að vera heima en illa af stað farið. Það er sárt að rökfasstur stjórnmálamaður og fylginn sér og hefur miklar hugsjónir skuli vera gerður að leikskopi þjóðarinnar og sjálfstæðisflokkurinn skuli lúta svo lágt að vera í þessum gjörningi.Ó.F.M. hugsaði eflaust það eitt að koma sínum málum af stað og vinna þeim vel en því miður sníst þetta allt í höndum hans.J.F.hann var í samfylkingunni þegar kosið var í borgarstjórn en féll af listanum til Alþingis 2007 og fór þá til Ó.R.

Guðjón H Finnbogason, 28.1.2008 kl. 14:56

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Varstu fyrst að uppgötva það núna að það er miklu frekar Íslandshreyfingin en Frjálslyndi flokkurinn sem er í meirihlutasamstafi í borgarstjórn?

Svala Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 20:17

8 Smámynd: Halla Rut

Þetta ætti ekki að vera löglegt. Flokkurinn sem kosin er til borgarstarfa ætti að hafa allt með það að segja hverjir sitji í hans stólum.

Halla Rut , 30.1.2008 kl. 00:53

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Halla.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband