Baráttan fyrir byggðu Íslandi og atvinnufrelsi landsmanna heldur áfram.

Því fyrr því betra sem stjórnvöld hefjast handa við að endurskoða kvótakerfið, með tilliti til þess að mannréttindi séu virt. Grundvallarmannréttindi þar sem aðkoma landsmanna að atvinnu við sjávarútveg á að vera að forsendum réttlætis og sanngirni.

Formaður Samfylkingarinnar féll í þann pytt að flokka mannréttindi eftir alvarleika og taldi alvarlegri mannréttindabrot eiga sér stað annars staðar í heiminum en hér.

Slík orð eru grunnhyggin að mínu mati og aldrei skyldu stjórnmálamenn reyna að bera blak af eigin aðstæðum sem góðum , þegar þjóðin hefur fengið skilaboð frá alþjóðasamfélaginu um skort á slíku í eigin landi.

Nær væri að sýna verk sem tala í því efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband