Enn skortir grunnþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Ég las einhvers staðar að 30 þúsund manns væru án heimilslækna á höfuðborgarsvæðinu að sögn starfandi heilsugæslulæknis.

Slíkur skortur á grunnþjónustuþætti er óviðunandi og það gefur augaleið að leitun í manna annað í heillbrigðiskerfið hlýtur að kosta meira fyrir þjóðarbúið í heild en að reyna að vinna að því markvisst að sinna grunnþjónustu að fullu eins og lög kveða á um að skuli vera.

Þjónusta heimilislækna er hluti af forvörnum í mínum huga þar sem gott aðgengi fólks í slíka þjónustu kann að leysa úr heilsufarslegum vandkvæðum á frumstigi.

Þar þarf því hvoru tveggja að vera til staðar nægilegt magn þjónustu og hæfileg gjaldtaka þannig að kostnaður hamli ekki leitan í slíkt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband