Matadorspil undanfarinna ára með atvinnuvegi landsmanna.

Atvinnuvegakerfi þau er landsbyggðin hefur meginstoð af sjávarútvegur og landbúnaður hafa lotið því skipulagi sitjandi stjórnvalda í áratugi að vera niðurnjörvuð í kvótasetningu undir formerkjum " hagræðingar", hagræðingar sem einungis hefur falist í því að fækka og stækka einingar framleiðsluaðila til lands og sjávar án tillits eða endurmats á viðkomandi skipulagi til langtíma.

Fækkun bænda þýddi stækkun búa hjá nokkrum stórum þ.e fabrikkuframleiðslu matvæla í raun með tilheyrandi tilstandi alls konar.

Fækkun sjómanna þýddi það að farið var að veðsetja óveiddan þorsk úr sjó í bönkum við hið " frjálsa framsal aflaheimilda " svo örfáar útgerðir gætu keypt stærri skip til að fiska víðar, um saltan sjá.

Engum datt í hug að það væri ómannúðlegt að ætlast til þess að kýrnar væru inni allan ársins hring með mjaltaróbotum, ellegar kjúklingar væru betri fæða ef þeir gætu andað að sér lofti utanhúss.

Engum datt heldur í hug að hinn " veðsetti þorskur " myndi hugsanlega minnka í stað þess að vaxa eins og hlutabréfagengi um tima.

Þvi miður virðist sem landinn hafi ekkert lært af lax, refa og minkaævintýramennskunni sem leiddi þó til fjöldagjaldþrota.

Tilflutningur fólks á milli landshluta úr atvinnuleysi sem koma hefði mátt veg fyrir með öðru skipulagi atvinnuvegakerfanna, hefur orsakað vandamál á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki hefur hafst undan að sinna þjónustu sem skyldi og þensla hefur einungis gert vandann enn meiri.

Skortur á framsýni og áhorf á skammtímagróða hefur blindað sýn manna við stjórnvöl landsins.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meriháttar góð og djúp pæling!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.1.2008 kl. 02:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband