Gagnkvæm virðing samstarfsstétta á vinnumarkaði.
Föstudagur, 18. janúar 2008
Læknar geta ekki verið án hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðingar og læknar ekki án sjúkraliða. Engin þessara stétta getur starfað án starfsmanna við ræstingar. Sama máli gildir í skólakerfinu hver og ein stétt hefur sitt hlutverk sem hangir saman sem heild ef vel á að vera.
Þvi miður hefur það verið svo hér á landi að ekki hefur með nokkru móti tekist að skapa samstarfsvettvang sameiginlegra hagsmuna í kjarabaráttu millum stétta er starfa saman að sameiginlegu markmiði á vegum hins opinbera í þjónustu þess. Það er mjög miður.
Ég álít að fagfélög þurfi að fara að brjóta sig út úr hlekkjum einangrunnar innan sinna raða og athugunarefni er hvort ekki þurfi að fara í sérsamninga fyrir til dæmis Landsspítala Háskólasjúkrahús við ríkið þar sem öll fagfélög koma að sama borði við slíka samningsgerð.
Það á ekki að vera þannig að fagfélög sem innan sinna vébanda starfa að sama markmiði þurfi að standa í eins konar keppni um hver getur náð sem mestu hvar og hvenær allra handa heldur hljóta siðferðileg viðmið gagnvart því að tilgangur starfa nái framgangi sínum að vera meðferðis innan eðlilegra marka fyrir laun samkvæmt menntun , ábyrgð og starfsreynslu hvarvetna.
Verkalýðsfélög ófaglærðra þurfa með sama móti að vera tilbúin til þess að axla ábyrgð samvinnu með gagnkvæmri virðingu fyrir samstarfsstéttum fagfélaga.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væru svo gaman ef öll dýrin í skóginum væru vinir, og ekkert dýr borðaði annað dýr útaf gaddinum
Kjartan Pálmarsson, 18.1.2008 kl. 19:40
Sæl,Guðrún.
Ég hef oft bent á þetta í öðru samhengi jafnt sem þessu. Virðingin fyrir og gagnvart öðrum.
Fólk skilur mig þegar ég segi. Skipstjóri þessi valdamikli maður um borð í sínu SKIPI FISKAR ENGAN FISKINN ---HAFI HANN EKKI ÁHÖFN.
ANNARS FINNST MÉR Í FLESTUM STIGUM ÞJÓFÉLAGSINS BERA Á ÞESSAR GRÍÐARLEGU EIGINGIRNI SAMBANDI VIÐ SAMNINGA.
Það er gott að vinna með honum/henni en það breytir því ekki að ég ætla að fá mína HÆKKUN launa sama hvað hann/hún fær.
Gangi þér vel.
það er bæði gaman og gagnlegt að lesa Bloggið þitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 02:40
Sæl Guðrún, ég er sammála þér að mörgu leiti. Í þeim mikla hraða sem einkennir þjóðfélag okkar þá gefst aldrei tími til að íhuga málin. Það er rétt á mörkunum að hvert stéttarfélag nái að semja sínar eigin kröfur. Jafnvel er það gert í svo miklum flýti að allir innan sama félags eru ekki sáttir.
Við erum félagsdýr og eigum því mun frekar að einbeita okkur að því sem sameinar okkur en sundrar.
Ég held þó að við ættum að geta sameinast um það að benda á nauðsyn virðingu við þær stéttir sem sinna manneskjum en ekki pappír.
Gunnar Skúli Ármannsson, 19.1.2008 kl. 16:16
Menn hafa eitthvað verið að gera vinnustaða samninga, kannski er það besta leiðin til að tengja mismunandi starfshópa saman.
Ester Sveinbjarnardóttir, 19.1.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.