" Ef beygja á ökutækinu er gott að snúa stýrinu " ........

Þessi setning var borin fram í útvarp Matthildi forðum daga sem var fyrir mig algjör toppur þess sem ríkisfjölmiðlar báru fram fyrr og síðar. Gamanþáttur í útvarpi, sem tók á samfélagi og stjórnmálum líðandi stundar. Þeir ungu menn sem áttu hlut að þessum þætti þar með talinn Davíð Oddson áttu ákveðna aðdáun í mínum huga æ síðar.

Ég á ekki von á því að heiðra Davíð með nærveru minni í Ráðhúsinu en óska honum til lukku með áfangann í árum talið.

Ég skil ekki hvers vegna menn hafa ekki reynt að koma af stað álíka gamanþætti í útvarpi og þarna var á ferð því ekkert elska Íslendingar frekar en það að gera grín að stjórnmálamönnum og samfélagi líðandi stundar.

Útvarp Matthildur var snilld.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð þín. Útvarp Matthildur var skemmtilegur útvarpsþáttur á sínum tíma.  En eftir mikli frammíköll      er nú Matthildur öll.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 05:54

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég hafði heldur ekki tíma til að kíkja á Davíð, en óska honum alls hins besta, við reyndum hvað við gátum að vera með umræðuþætti í anda Matthildar.  Ef ég man rétt.  Manstu eftir því þegar Vilmundur spurði að því afhverju væri ekki búið að banna lúðuna í sjónum?

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.1.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he Ester , já ég man það , virkilega skemmtilegt, ef ég man rétt bættum við einnig inn í þvi sem um var að vera í hreppnum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.1.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband