Óður um efnahagsmál.

Landsmönnum var talinn trú að lifðu hér við góðæri,

ekki gátu allir séð það birtast beint í pyngjunni.

Ef til vill var þó nokkrar undantekningar að finna,

því leiga og sala á þorski á þurru landi , það varð vinna.

 

Á sama tíma upphófst allra handa mikil hagræðing,

hagræðingarheilaþvottur, með hagfræðinga málaþing.

Arðsemi og arðsemi, gengisvisítala,

sjúklingur í sjúkrarúmi , útreiknuð var tala.

 

Börnin vor og gamalmenni erfitt var reikna út.

hagræðingarformúlurnar fóru eins og skot í hnút.

Uppeldi og öldrun varð því utan mats á hagræði

sem afgangsstærð í þjóðfélagi, í krónu og aurakapphlaupi.

 

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hummm já .... merkileg þessi. Ert þú höfundurinn ?

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Kjartan, þetta svona datt af fingrum fram aldrei þessu vant´.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þetta áttu semsagt til? Gott með þig!

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband