Velferðarþjóðfélag byggist ekki á skattpíndum lágtekjumönnum og oflaunuðum fjármálaumsýslumönnum.

Raunverulegt velferðarþjóðfélag byggist á jöfnuði , þar sem hófleg skattaka á hinn vinnandi mann virkar sem hvati á vinnu.

Raunverulegt velferðaþjóðfélag viðhefur eðlilegan mun á sköttum millum fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hins vegar en ekki gjá eins og skapast hefur hér á landi þar sem alls konar bókhaldsleikir í formi einkahlutafélagaformsins hafa verið og eru leiknir á hinn ýmsa máta innan ramma skattkerfis í gildi.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma eru stjórnmálamistök númer tvö á síðustu öld, afglöp allra hlutaðeigandi. Í því tilviki hefur ríkið nefnilega verið afar upptekið við að færa krónur og aura úr öðrum vasanum yfir í hinn, sitt á hvað með kostnaði þar að lútandi.

Niðurnjörvun fólks í fátæktargildru í lægstu tekjuhópum , öryrkja , aldraðra og einstæðra foreldra.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Já þau eru mörg"mistökin"hjá þessum"Leppalúðum"Fáir segja"guð hjálpi þér þegar sá fátæki hnerrar"Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 03:08

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Spilaborgir munu hrynja á endanum.

Ólafur Þórðarson, 16.1.2008 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband