Ríkisstjórn með vitund um siðgæði, virðir alþjóðlegar skuldbindingar um mannréttindi.

Hvert orð af vörum valdhafa varðandi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, skiptir máli fyrir Íslendinga sem þjóð á meðal þjóða.

Frelsi manna til atvinnu í sínu landi eru grundvallarmannréttindi og stóralvarlegt mál ef slíkt frelsi er fært í fjötra og gert að verslunarvöru til auðsöfnunnar fárra handhafa undir formerkjum hagræðingar.

Þar er um alvarleg afglöp aðila við stjórnvölinn að ræða.

Hvers konar takmarkanir í heildarmagn fiskistofna á Íslandsmiðum , þurfa sannarlega ekki að þýða það atriði að menn geti ekki skipt atvinnutækifærum við greinina eðlilega.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband