Fyrirhyggjuríkisstjórn hefði spilað út skattaaðgerðum á haustmánuðum sem umgjörð kjarasamninga.

Stjórnarsáttmálinn kveður á um skattalækkanir á almenning, og því í raun ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa haft vit á því að koma slíku í framkvæmd áður en gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fór í hönd og skapa þannig umgjörð fyrir launþega og vinnuveitendur til samningsgerðar.

Það var ekki gert enda meira og minna orðin viðtekin venja hér á landi að koma alltaf eftir á og stoppa í alls konar göt með patentlausnapokanum þegar í algjört óefni stefnir.

Undantekningalítið hefur patentlausnapoki skattaaðgerða séð dagsins ljós ári áður en fjögurra ára kjörtimabili lýkur, sbr. hækkun skattleysismarka í 90 þúsund gullkrónur um áramót 2006-2007.

Með öðrum orðum kjósendur sitja og bíða 3 ár eftir loforðum flokka við stjórnvölinn gefnum í kosningum, sem síðan koma í formi gífurlegrar athafnasemi til málamynda áður en kosið er aftur til þings og sama sagan endurtekur sig.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband