Ráðherra segir meirihluta heimila í landinu, hlutabréfaeigendur, er það svo ?

 Datt ofan í lestur á bloggsíðum, meðal annars hjá Einari K Guðfinnssyni ráðherra, bloggvini mínum, þar sem sá hinn sami segir þetta í umræðu um efnahagsmálin. 

Gleymum því ekki að almenningur er í stórum stíl eigendur að hlutabréfum. Á meirihluta heimila er fólk sem á hlutafé í stærri eða minni mæli. Hlutafé er fyrir löngu orðið að viðurkenndu sparnaðarformi almennings, rétt eins og innlán, eða fasteignakaup. Þróun þessara mála snertir því alla.   "

ER þetta rétt hjá ráðherranum , þ.e að meirihluti heimila í landinu hafi fjárfest í hlutabréfum ?

Ég dreg þessa fullyrðingu mjög í efa, en ef til vill eru til upplýsingar um það hið sama einhvers staðar á takteinum og ef ekki þá væri mjög fróðlegt að kanna slíkt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Margir eiga smávegis, fáir mikið. Það var einhver skoðanakönnun um þetta um daginn og voru ca. 30% sem sögðust eiga hlutabréf.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl vertu.

Já einmitt, ég efa eins og áður sagði að þar sé að finna " meirihluta heimila ".

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Meirihluti er sem sé 30% heimila, nokkuð sterkur í stærðfræðinni þykir mér.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband